Lýsing
Ný hönnun ásamt fjölda nýrra eiginlega sem Bear Grylls líkar við. Hnífurinn er með sléttri egg og „Drop Point“ lagi á hnífsblaði. Rifflað gúmmígrip, ásláttarflötur á enda halds og neyðarflauta. Mjög sterkt hulstur með brýni og neistakveikju.
Síðan Bear Grylls Ultimate hnífurinn var fyrst sýndur hafa viðtökurnar verið ótrúlegar. Árið 2011 var Ultimate mest seldi hnífur heims. Aðdáendur og safnarar, óskuðu hins vegar eftir að fá útgáfu með sléttri egg, sem varð síðan að veruleika. Þessi gerð er með sléttri egg frá haldi og fram á odd. Framleiddur úr sama karbónríka ryðfríaa stálinu og áður, ásamt rifflaða gúmmígripinu sem er sérlega sterkt og þæginlegt að halda utan um. Ultimate kemur með hulstri úr mjög sterku nylon og hörðu gúmmíi.
- Heildarlengd: 254 mm
- Lengd blaðs: 120 mm
- Þyngd án hulsturs: 317 gr.
- Þyngd með hulstri: 417 gr.
- Læsing blaðs: Í ramma
- Lögun blaðs: Clip Point
- Efni blaðs: Karbónríkt ryðfrítt stál
- Egg blaðs: Riffluð og slétt
- Efni handfangs: Ryðfrítt stál
- Hnífurinn:
- Blað með sléttri egg úr ryðfríu stáli með miklu karbóninnihaldi. „Drop Point“ lag á blaðinu.
- Notendavænt rifflað gúmmígrip – hámarks þægindi og lágmarks möguleiki á að hnífur renni úr höndum notanda.
- Ásláttarflötur úr ryðfríu stáli á henda halds. Má slá á enda með hamri eða álíka áhaldi.
- Neyðarflauta – fest í snúru sem er áföst haldi hnífsins.
- Hulstrið:
- Hulstur úr nylon – létt, prófað og viðurkennt af atvinnumönnum og með mygluvörn.
- Neistakveikja – Ferrocerium-stautur sem geymdur er í hulstri. Býr til neista til uppkveikjum þegar honum er strokið eftir hnífsblaði.
- Dematnsbrýni – innbyggt í hulstur
Vörunúmer | Vöruheiti | Strikamerki | Fj. í pk. |
---|---|---|---|
GE-1013921 | BG Ultimate hnífur m. sléttri egg | 013658124400 | 3 |