Lýsing
Öflug skæri með micro rifflaðri egg
Að klippa með mikilli nákvæmni var leiðarljós verkefnisins þegar hafist var handa við að hanna Neat Freak skærin. Skærin sem eru hönnuð til að klippa línur án þess að renna eftir þeim, eru með rifflaðri egg til að koma í veg fyrir rennsli og með BearHand Control™ handföngum sem falla vel að hendi notandans.
- Rifflaðar eggjar (2) með micro rifflum
- Þver endi (1) til að minnka hættu á skemmdum á fatnaði og búnaði.
- Haglaklemma, til að leggja saman línuhögl (5)
- Gat til að festa í snúru eða lás, til að festa við notanda eða búnað (3)
- Flöskuopnari (8)
- Notendavænt BearHand Control™ handfang
- Gróp fyrir vísifingur (7)
- Stál skæranna nær alveg í gegn, frá brodd og niður í gegnum handföng (4)
- Precision paddle™ (6) fyrir meiri stöðugleika og meiri nákvæmni
Fyrir veiðimenn sem eru oft við veiðar skiptir öllu máli að áhöldin sem þeir nota séu góð og endist vel. Þegar skæri notuð til að klippa línur slitna þá verður línuendinn trosnaður og breiður, í stað þess að vera skarpur og af svipuðu þvermáli og línan er. Þegar endarnir verða breiðir og aflagaðir þá er erfiðara að þræða þá t.d. í gegnum augu á flugum eða önglum. Með Neat Freak skærunum þá er þessum neikvæða þætti eytt og endar línanna verða skarpir og nettir við hverja klippingu.
Á vegferðinni að hanna bestu skærin til að klippa línur, þá tók Gerber sér tíma til að hanna einstaklega handhæg og sterk skæri. Þetta byrjar allt með egginni, en micro rifflaðar eggjar nánast grípa um og halda því sem verið er að klippa. Með þessu rennur línan ekki undan klippingunni og hrekkur því strax í sundur. Skærin eru líka smíðuð úr þykku stáli til að þau svigni síður þegar verið er að klippa þykka línu eða fiskflök. Nákvæmum skurði ná skærin ekki nema vera stöðug og úr efni sem gefur lítið sem ekkert eftir.
Bearhand Control™ handföngin eru hönnuð svo þau séu þægileg fyrir notandann en líka svo það sé auðvelt að stýra þeim af n´kvæmni við klippingu. Precision Paddle™ gefur notandanum meira vogarafl til að setja kraft í klippinguna eða þegar verið er að klemma saman högl. Gert er ráð fyrir að notandi get sett vísifingur í gróp framan við fingurlykkju, til að handföng falli sem best inn í lófa notanda. Og stál skæranna er heilt í gegnum öll skærin, frá skærabroddi og út í gegnum handföng, en það gefur þeim aukinn styrk.
Áhöldin frá Gerber eru gerð til að endast alla ævi. Til að viðhalda endingartíma þá skaltu hreinsa Magniplier töngina með fersku vatni og þurrka með hreinni tusku eða handklæði. Berðu reglulega olíu á liðamót og hreyfanlega hluti.
Vörunúmer | Vöruheiti | Strikamerki | Fj. í pk. |
---|---|---|---|
GE-1026551 | Neat Freak – skæri | 013658153455 | 6 |