Hultafors

Hultafors group er sænskt fyrirtæki sem þekkt er fyrir gæðaverkfæri, vinnufatnað, verkfæratöskur ásamt fleiru. Í áraraðir hafa K. Þorsteinsson og Hultafors verið í viðskiptum, og helstu vörur sem K. Þorsteinsson & Co. hefur flutt inn frá Hultafors eru tommustokkar af ýmsum gerðum, álkarlar og brunnjárn, hallamál og hnífar. Að sjálfsögðu er hægt að útvega aðrar vörur frá Hultafors með sérpöntunum.