UM OKKUR

K. Þorsteinsson & Co. var stofnað 29. mars 1949. Stofnendur voru Kristján Þorsteinsson, Einar Ágústsson og fjölskyldur þeirra. Fljótlega kom Valdimar Jónsson inn í fyrirtækið og í kringum árið 1970 var hann orðinn meirihlutaeigandi. Árið 1989 keyptu svo hjónin Ólafur R. Jónsson og Steinunn María Valdimarsdóttir fyrirtækið og ráku það til 1. desember 2015, þegar þau seldu fyrirtækið til Sveinskróks ehf. sem er 100% eigandi félagsins í dag.

K. Þorsteinsson & Co. hefur frá upphafi sérhæft sig í innflutningi og sölu á vörum til byggingaiðnaðar og verkfærum af öllu tagi. Meðal þekktra vörumerkja sem K. Þorsteinsson flutti inn, má nefna Stanley og American Tool sem framleiðir VISE-GRIP tangir, Jack sagir, Joran bori, Prosnip klippur, Quick-grip þvingur og fleiri vel þekkt vörumerki. Aðrir stórir framleiðendur sem K. Þorsteinsson & Co. flytja inn frá eru FISKARS Norge og FISKARS Danmark, sem framleiða meðal annars hin þekktu garðverkfæri sem upprunin eru frá Zink-Lysbro í Silkeborg í Danmörku. Að auki flutti K. Þorsteinsson inn vörur frá fjölmörgum öðrum framleiðendum víðsvegar um heim. Árið 1997 hóf fyrirtækið innflutning og uppsetningu á öryggislyklakerfum frá MUL-T-LOCK og hurðarpumpum og læsingum hvers konar frá BKS og GRETSCH-UNITAS.

Mikil samþjöppun hefur verið í framleiðslufyrirtækjum á verkfærum og hefur til að mynda Stanley keypt og sameinað fyrirtæki eins og Black&Decker, DeWalt, Facom, Irwin og fleiri. Landslagið er því mikið breytt frá því að K. Þorsteinsson & Co. hóf starfsemi sína. Í dag flytur fyrirtækið inn vörur frá 17 framleiðendum eða heildsölum. Þar eru stærstir Stanley Black&Decker, Fiskars Denmark og Fiskars Norway. Að auki flytur fyrirtækið inn verkfæri frá Irwin (DK), Staco Nordic (DK), þvingur frá BESSEY Tool (DE), hamra frá Estwing (US), læsingar og smáhluti frá Häfele (DE), verkfæri frá Hultafors (SE), margs konar læsingar og hengilása frá Burg-Wäcther (DE), merkipenna frá Pica-Marker (DE) og Lyra (DE) til viðbótar að smíða og selja lyklakerfi frá Mul-T-Lock.

Árið 1987 flutti K. Þorsteinsson höfuðstöðvar sínar í Skútuvog 10 ásamt fleiri innflutningsfyrirtækjum og þar er það staðsett í dag. Agnar Hlynur Daníelsson er framkvæmdastjóri félagsins.

STARFSMENN

Agnar Hlynur Daníelsson
agnar(hjá)kth.is
Beinn sími: 416 0801
Gsm: 896 9993

María Dögg Aðalsteinsdóttir
maria(hjá)kth.is
Beinn sími: 416 0802
Gsm: 891 8883

Eyþór Örn Haraldsson
eythor(hjá)kth.is
Sími: 416 0800

Sigurður Birgir Sigurðsson
sigurdur(hjá)kth.is
Sími: 416 0800
Gsm: 840 9620

Ágúst Ragnar Magnússon
agust(hjá)kth.is
Sími: 416 0800