MUL-T-LOCK logo

MUL-T-LOCK®

lykla- og aðgangsstýringakerfi

Öryggi heimila og fyrirtækja er forgangsatriði í dag, þar sem samfélagið hefur breyst í tímas rás. Í dag geymum við mikil verðmæti á heimilum okkar sem okkur eru kær og viljum ekki glata. Og það hefur enginn áhuga á að fá óboðna gesti í heimsókn. Sama á við um fyrirtækin okkar, en þar er þörf á aðgangsstýringum vegna verðmæta og viðskiptaleyndamála. K. Þorsteinsson & Co. hefur boðið upp á lyklakerfi frá MUL-T-LOCK®  frá árinu 1997.

MUL-T-LOCK® framleiðir margar gerðir af lyklakerfum, sem hentar fyrir mismunandi notkun eða öryggisstig. Í framleiðslu þeirra er að finna hefðbundin mekanísk lyklakerfi, samband af mekanísku og rafeindastýrðu, 100% rafstýrðu og þar fram eftir götunum. Til viðbótar eru ýmisskonar öryggisvörur sem þeir bjóða upp á til að læsa bifreiðum, gámum eða slíku.

Með MUL-T-LOCK® höfuðlyklakerfum er hægt að hanna lyklakerfi fyrir t.d. fjölbýlishús, þar sem hver íbúð hefur sérstakann lykil. Aðeins sá lykill gengur t.d. að íbúð, geymslu og póstkassa sem tilheyrir íbúðinni en á sama tíma þá gengur hann að öllum sameiginlegum svæðum hússins s.s. bílageymslu, sorpgeymslu, hjólageymslu ásamt útidyrum sameigna. Möguleikarnir eru nær óteljandi og margar lausnir í boði.

MUL-T-LOCK® framleiðir sínar vörur með umhverfissjónarmið að vopni. Allar vörurnar eru framleiddar úr hráefnum sem auðvelt er að endurvinna og geta því fengið ný hlutverk eftir að hafa gætt öryggis okkar.

KC5 lyklaskurðavél

 

K. Þorsteinsson & Co. er með tölvustýrða lyklaskurðarvél af nýjustu gerð frá MUL-T-LOCK®. Þessi vél er afar nákvæm, sem er nauðsynlegt til að lyklar og læsingar vinni saman á sem mýkstan og þæginlegasta hátt fyrir notandann. Við gerð stærri höfuðlyklakerfa er notað útreikniforrit frá MUL-T-LOCK® sem skilar uppsetningum fyrir læsingaskrár og lyklalista í samræmi. Lyklalista er hlaðið í lyklaskurðavélina sem sér um að skera alla lykla út frá upplýsingum listans.