Lýsing
Fjölhæft brýni
Work Sharp hefur hér hannað fjölhæft brýni í fyrirferðalitlu áhaldi. Raufar með karbítblöðum og keramíkpinnum til að brýna og fínslípa hnífsegg á einfaldan máta. Einkaleyfisvarin “Pivot-Response™” tækni leyfir notendanum að stilla brýningarblöð þannig að þeir fljóti eftir formi hnífseggjarinnar, frekar en að vera fastir. Kónískur demantspinni til að brýna tennt hnífsblöð.
Hentar vel til að brýna hefðbundna hnífa, flökunarhnífa, tennt hnífsblöð og klippur.
Work Sharp® Pivot brýni skilar hraðri, auðveldri og áhrifaríkri leið til að brýna hnífa af flestum gerðum. Convex-Carbide™ brýnipinnar (einkaleyfisvarin lausn) endurvekja bit hnífseggjar og kermíkpinnar fínslípa eggina til að ná hámarksbiti í hnífsblaðið. Að auki er kónískur demantspinni sem getur brýnt tennt hnífsblöð og fíngerðar eggjar ásamt því að vera með rauf til að brýna öngulkróka. Brýnið er fyrirferðalítið og passar vel í vasa, bakpokann, veiðitöskuna eða verkfærakassann.
Vörunúmer | Vöruheiti | Strikamerki | Fj. í pk. |
---|---|---|---|
BO-09DX156 | Brýni Work Sharp Pivot Plus | 1 |