Lýsing
Fjölhæf brýningarvél fyrir allar gerðir hnífa, skæra, axa, sporjárna eða annarra áhalda sem þarf að brýna
Work Sharp býður nú upp á Ken Onion útgáfu af hinni stórgóðu Knife and Tool Sharpner brýningarvél. Ken Onion er einn þekktasti hnífasmiður Bandaríkjanna sem sérhæfir sig í sérsmíði á hnífum samkvæmt óskum viðskiptavina eða hanna hnífa fyrir hnífaframleiðendur. Saman hafa Work Sharp og Ken Onion endurhannað Knife and Tool Sharpner vélina til að gera hana fjölhæfari. Í grunninn eru þessar vélar að bjóða upp á hnífabrýningu á einfaldan máta sem er á færi flestra að framkvæma. Ken Onion útgáfan býður að auki upp á:
- Stiglausa hraðastillingu frá 1.200 til 2.800 sfm
- Stiglaust breytanleg brýnigráða frá 15° – 30°
- Breiðari slípibönd (¾”) og lengri (12″) ásamt fleiri gerðum af grófleika
- Viðbótar hnífsblaðastýring
- Nokkrar gerðir af aukabúnaði sem hægt er að bæta á vélina til að nota fyrir aðrar gerðir áhalda sem þurfa brýningu
Auðvelt er að skipta um slípibönd og slík krefst ekki verkfæra.
Það sem fylgir vélinni:
- P120 slípiband
- X65 slípiband (sambærilegt P220)
- X22 slípiband (sambærilegt P1000)
- X4 slípiband (sambærilegt P3000)
- P6000 slípiband
- Straumbreytir fyrir 220V straum
Vörunúmer | Vöruheiti | Strikamerki | Fj. í pk. |
---|---|---|---|
BO-09DX005 | Brýningarvél WS Ken Onion | 1 |
Aukahlutir: