Lýsing
Frábært “jó-jó” til að passa upp á áhöld og búnað
Defender L “jó-jó” eru með fíngerðri karabínu með hring sem að fingur passar auðveldlega í og því auðvelt að handleika ásamt því að bæði til hægri og vinsti í “jó-jó-inu” eru festingar sem hægt er að læsa þráðnum í. Þráðurinn er hins vegar varin með búnaði sem losar læsinguna ef álagið verður skyndilega of mikið. Það er auðvelt að festa Defender á sig eða búnaðinn sinn, þar sem í boði að nota verklega klemmu sem einnig passar sem beltaklemma ásamt snúrulykkju sem má setja bæði í snúru, karbínu eða annars konar lása.
- Efni húss: rafhúðað ál, “flat sage” mosagrænn litur (5)
- Efni karbínu: rafhúðað ál, appelsínugulur litur (2)
- Hægt að festa við notanda eða búnað með beltaklemmu (7) eða snúrulykkju (6)
- Einföld karabína til að krækja í búnað sem á að halda (2)
- Línulæsing (4) (einkaleyfsivarin)
- Línufesting (3) báðu megin (einkaleyfisvarin)
- 122 cm (48″) dyneema þráður, en dyneema er sterkasti þráður sem hægt er að búa til úr trefjum (8)
- Lyklahringur (1)
Veiðimaður sem fer um erfiða slóð, veður þungan straum eða rær um á kajak þarf að gera mikla gæðakröfur til búnaðar síns. Búnaðurinn þarf helst að leysa fleiri en eitt verk og þar að vera þyngdar sinnar virði fyrir notandann. “Jó-jó” hefur eitt hlutverk en það er að passa upp á áhöld eða búnað notandans. Defender uppfyllir þetta hlutverk en gerir það einnig á svo öruggan hátt að notandinn á ekki að þurfa að hafa frekari áhyggjur og til viðbótar eru hinir ýmsu möguleikar á að festa Defender á notanda eða búnað og hvernig hægt er að festa þráð Defender til að lengd hans henti betur fyrir notkun.
Bæði stærri og minni gerð Defender eru búnar karbínu til að læsa í áhöld og búnað. Karbínan er með hring sem fingur fer auðveldlega inn í til að hafa fullkomna stjórn á karabínunni.
Stærri gerð Defender er gerð fyrir erfiðari aðstæður og þyngir áhöld og búnað. Í þessari gerð er 122 cm (48″) Dyneema þráður sem höndlar stærri áhöld. Breið klemma sér til þess að Jó-jó-ið” týnist ekki þó farið sé um kjarri vaxið land eða við aðrar erfiðar aðstæður. Snúruaugað eykur enn frekar á notagildið, þar sem hægt er að setja lyklahring eða litla karabínu til að hengja Defender á búnað eða vöðlur. Stærri gerðin af Defender er með læsingu á hliðinni en með henni er hægt að læsa línunni í hvaða lengd sem passar. Ef lykkja, búnaður eða lína festa í kjarri eða grjóti þá losnar læsingin og gefur meira út af “jó-jó-inu” til að forðast skemmdir á því. Einnig er hægt að festa línu út í hægra eða vinstri hluta línuopsins í sérstökum festingum.
Áhöldin frá Gerber eru gerð til að endast alla ævi. Til að viðhalda endingartíma þá skaltu hreinsa Defender með fersku vatni og þurrka með hreinni tusku eða handklæði. Berðu reglulega olíu á liðamót og hreyfanlega hluti.
Vörunúmer | Vöruheiti | Strikamerki | Fj. í pk. |
---|---|---|---|
GE-1056206 | Defender Tether L | 013658153493 | 6 |