Lýsing
Grasklippa úr Light línu Fiskars
- Til að klippa gras á jöðrum grasflata, s.s. við veggi eða þar sem sláttuvél nær ekki til
- Hægt að snúa skærum um 180°
- Þægilegt handfang, með vörn fyrir fingur
- Efra blað klippa húðað til að minnka mótstöðu
- Hvítur litur gerir klippurnar meira áberandi í umhverfinu, og þær týnast síður
Vörunúmer | Vöruheiti | Strikamerki | Þyngd | Lengd | Fj. í pk. |
---|---|---|---|---|---|
ZL-1026917 | Grasklippa GS41 Light | 6411501150288 | 332 g | 345 mm | 4 |
Í Fiskars® Light garðverkfæralínunni er að finna öll helstu garðverkfæri sem hvert heimili þarf til viðhalds lóða, ræktunar á blómum og öðrum jurtum í beðum eða til að vinna og viðhalda matjurtagörðum. Áhöldin eru hönnuð með léttleika og styrk í huga, en þau eru allt að 50% léttari en hefðbundin garðáhöld og amboð. Léttleikinn næst með sköftum úr léttmálmi (álblöndu) en styrkurinn í skóflublöðum, hrífu- eða klóruhausum eða öðrum slitflötum er fenginn með smíði úr hertu stáli. Þessi blanda af léttmálmum og hertu stáli skapa mestu og bestu kosti Light línunnar. Að auki eru þægindin aukin enn frekar með SoftGrip™ plasthandföngum. Fiskars® Light gerir garðverkin léttari.