Lýsing
Fislétt og þægileg klippa
Handföngin eru framleidd úr sterku en léttu FiberComp™ trefjaplasti og eru með þæginlegu gripi, fyrir litlar eða meðalstórar hendur. PowerLever™ tryggir létta klippingu á trjágreinum, rósum og runnum. Virkni PowerLever™ tryggir að kraftur frá öllum fingrum handar skilar sér í klippinguna. Skærin eru framleidd úr ryðfríu stáli og húðuð með PTFE til að tryggja að ekki myndist mótstaða þegar skærin renna í gegnum viðinn.
- Heildarlengd: 18 cm
- Klippigeta: 20 mm
Vörunúmer | Vöruheiti | Strikamerki | Þyngd | Lengd | Ø | Fj. í pk. |
---|---|---|---|---|---|---|
ZL-1026916 | Greinaklippa P57 18cm Ø20mm | 6411501150189 | 140 g | 18 cm | 20 mm | 4 |
Í Fiskars® Light garðverkfæralínunni er að finna öll helstu garðverkfæri sem hvert heimili þarf til viðhalds lóða, ræktunar á blómum og öðrum jurtum í beðum eða til að vinna og viðhalda matjurtagörðum. Áhöldin eru hönnuð með léttleika og styrk í huga, en þau eru allt að 50% léttari en hefðbundin garðáhöld og amboð. Léttleikinn næst með sköftum úr léttmálmi (álblöndu) en styrkurinn í skóflublöðum, hrífu- eða klóruhausum eða öðrum slitflötum er fenginn með smíði úr hertu stáli. Þessi blanda af léttmálmum og hertu stáli skapa mestu og bestu kosti Light línunnar. Að auki eru þægindin aukin enn frekar með SoftGrip™ plasthandföngum. Fiskars® Light gerir garðverkin léttari.