Lýsing
Sterkt lyklabox til að festa á vegg
Frábær lausn til að geyma lykil/lyklakippu á öruggan hátt utanhúss. Hentar vel þar sem neyðaraðilar, þjónustuaðilar, flutningsaðila eða aðrir þurfa að komast inn í húsnæði eða inn fyrir girðingu sem er læst. Víða er þetta notað fyrir t.d. slökkvilið þannig að í lyklaboxinu er geymdur lykill að sprinklerklefa húsnæðis en sylinderinn í boxinu er gerður fyrir masterlykil slökkviliðs. Slökkvilið getur því hratt og óhindrað opnað boxið og sótt lykil af viðkomandi húsnæði sem þarf að sinna. Þegar sylinder or opnaður þá er hægt að draga sleða út úr rörinu þar sem t.d. lykill eða lyklar eru geymdir.
- 138 x 66 x 48 mm (h x b x d)
- Dufthúðað stál
- Skyggni til að verja sylinder
- Læsist með hálfum EURO-sylinder (fylgir ekki) sem bæði getur verið stakur eða í lyklakerfi.
Vörunúmer | Vöruheiti | Strikamerki |
CR-40013102 | Lykilbox fyrir Euro syl. MVR6000 |