Lýsing
Mjög traust lykil/lyklarör til að fella inn í vegg eða stétt
Frábær lausn til að geyma lykil/lyklakippu á öruggan hátt utanhúss. Hentar vel þar sem neyðaraðilar, þjónustuaðilar, flutningsaðila eða aðrir þurfa að komast inn í húsnæði eða inn fyrir girðingu sem er læst. Víða er þetta notað fyrir t.d. slökkvilið þannig að í rörinu er geymdur lykill að sprinklerklefa húsnæðis en sylinderinn í rörinu er gerður fyrir masterlykil slökkviliðs. Slökkvilið getur því hratt og óhindrað opnað rörið og sótt lykil af viðkomandi húsnæði sem þarf að sinna. Þegar sylinder or opnaður þá er hægt að draga sleða út úr rörinu þar sem t.d. lykill eða lyklar eru geymdir.
- Ø50mm x 135mm að utanmáli
- Hægt að líma inn í ø55mm kjarnaborað gat í steypta veggi, stéttar eða múrsteinsveggi. Líka hægt að koma fyrir í tréveggjum.
- Með múffu með þenslukrókum ef þarf fyrir veggi sem ekki er hægt að líma í
- Læsist með OVAL sylinder (fylgir ekki) sem bæði getur verið stakur eða í lyklakerfi.
Vörunúmer | Vöruheiti | Strikamerki |
CR-40013116 | Lyklarör 50mm ryðfr. fyrir OVAL MVR8000 |