Lýsing
Ódýrustu en öflugustu “hjálparhendur” sem völ er á
- Frábærar lyftur/þvingur til að stilla af innréttingar, glugga, hurðir og annað sem þarf að hafa í réttum skorðum við uppsetningu.
- Auðvelda vinnu og gerir þeim sem vinna einir kleyft að leysa mörg verkefni án þess að þurfa að kalla til meiri mannskap
- Lyfta allt að 150 kg hvor
- Hannaðar til að vera fjölnota, t.d. fyrir inniréttingauppsetningu, glugga- og hurðaísetningu, klæðningu á veggjum og til almennrar byggingarvinnu. Henta líka þegar verið er að flytja til og stilla af þunga hluti á heimilum og vinnustöðum
- Sérstyrkt handföng til að stjórna lyftum og er stjórnað með því að þrýsta ofan á handfang sem gerir stillingu auðveldari en ef þarf að toga í/kreista handfang
- Handföng með stömu gripi og sérhönnuðu lagi, fyrir meiri þægindi og auðveldari stjórnun
- Auðvelt að stýra lyftum með því að styðja fæti ofan á handfang og getur notandi því notað báðar hendur til að styðja við og stýra því sem verið er að lyfta
- Öryggislæsing á losun, svo ekki sé hætta á að notandi slaki lyftu niður óvart
- Fínstilling á lyftu upp á 2,5mm
- 6mm þykkar lyftiplötur og því einfalt að nota undir hluti þó að ekki sé mikið pláss
- Stórar botnplötur fyrir meiri stöðugleika – stærð: 170 x 125 x 6 mm
- Göt í botnplötum fyrir undirsinkaðar skrúfur til að hægt sé að festa lyftur við yfirborð ef að það hentar betur
- Hús þvinga er klætt með málmplötum fyrir lengri endingartíma
- Lyfta frá 7mm til 220mm
Líka hægt að fá staka þvingu/lyftu: Tradelift þvinga FatMax
Vörunr. | Vöruheiti | Hámarks- álag |
Svið lyftingar |
Strikamerki |
---|---|---|---|---|
ST-FMHT83552-1 | Tradelift þvingur FatMax sett (2 stk) | 150 kg | 7 – 220 mm | 3253561835520 |