Lýsing
Léttur og einfaldur vasahnífur
Áratuga reynsla fullkomnaði hönnun á US1 vasahnífnum, sem er hannaður og framleiddur í Ameríku. Einn allra besti hnífur í sínum flokki, með blað úr 420HC stáli og sterka og einfalda back-lock læsingu sem kemur í veg fyrir að hnífur lokast við notkun.
- Heildarlengd: 155 mm
- Lengd blaðs: 66 mm
- Þyngd: 29 g.
- Stál í blaði: 420HC steel
- Egg blaðs: Slétt
- Efni skeftis: 30% trefjafyllt nylon með gúmmíklæddu gripi
- Læsing: Back Lock, ofan á skefti
- Léttur og þunnur
- Skefti mótað með skoru fyrir vísifingur, fyrir betra grip
- Skora í blaði til að ná gripi með nögl.
- Auga til að festa við sig eða farangur með snúru, karabínu eða á annan hátt.
- Lífstíðar ábyrgð
- Framleiddur í USA
US1 vasahnífurinn er vitnisburður um að góð vinna skilar góðum árangri. Með reynslu margra áratuga að baki var US1 vasahnífurinn hannaður af Gerber, á ólíkan hátt en aðrir hefðbundnir vasahnífar og úr öðrum hráefnum án þess að fórna notagildi eða gæðum sem Gerber er þekkt fyrir. Með stolti er þessi dags daglegi “félagi” framleiddur í Portland, Oregon, USA og mun með tímanum sanna gæði Gerber fyrir komandi kynslóðum.
Með US1 hefur hefðbundinn vasahnífur verið uppfærður. Hágæða 420HC amerískt stál í blaðinu, er tilbúið að takast á við þau verkefni sem notandanum dettur í hug að nota það í. Sterkt skefti úr trefjafylltu nylonefni er klætt með gúmmíi til að minnka hættu á að missa hnífinn og til að hafa fullkomna stjórn á honum. Þunn hönnun veldur því að hann passar vel í vasa án þess að fari of mikið fyrir honum. US1 vasahnífurinn er frábær viðbót fyrir hið dags daglega líf í 30 gramma pakkningu.
Notendavænt skefti sem er hannað til að hfa gott grip og með skoru fyrir vísifingur, færir notandanum öryggi og þægindi við notkun. “Lock-Back” læsingin ofan á skeftingu sér til þess að hnífurinn lokast ekki óvænt við notkun og veitir notandanum því meira öryggi. Hins vegar er auðvelt að opna læsinguna til að fella blaðið inn í skefti eftir notkun. US1 vasahnífurinn er ný kynslóð af vasahníf, sem er tilbúinn að þvælast með eigandanum um komandi ár.
Vörunúmer | Vöruheiti | Strikamerki | Fj. í pk. |
---|---|---|---|
GE-1027827 | US1 vasahnífur | 013658157453 | 3 |