Hjá K. Þorsteinssyni & Co. eru eingöngu smíðaðir lyklar fyrir Mul-T-Lock lyklakerfi og læsingasylindra.

Smíði aukalykla fyrir íbúðaeigendur
(lyklakerfi fjölbýlishúsa)

Einn af öryggisþáttum lyklakerfis er að sjá til þess að lyklar lendi ekki í hönd annarra en þeirra sem eiga að hafa lykla. Við leggjum því ofuráherslu á að smíða ekki eða afhenda lykla til þeirra sem ekki hafa til þess leyfi.

Eigendur íbúða í fjölbýlishúsum með MUL-T-LOCK kerfum geta komið til okkar til að fá smíðaða aukalykla að íbúð (oftast sameign og geymsla í sama lykli). Til að sanna eignarrétt á íbúð þá flettum við upp skráðum eigenda/eigendum í aðgangi okkar að Fasteignaskrá hjá Þjóðskrá Íslands. Til staðfestingar þarf eigandi að framvísa skilríki með mynd, t.d. ökuskírteini eða vegabréfi. Að þessu uppfyllt smíðum við þann lykilfjölda sem viðkomandi óskar eftir. Það tekur einungis 2-3 mínútur að smíða hvern lykil. Ekki eru smíðaðir lyklar eftir símapöntun eða fyrirfram, heldur þarf að ganga frá formsatriðum varðandi eignarétt og greiðslu áður en lyklar eru smíðaðir.

Athugið að í einstaka húsfélögum fjölbýlishúsa hefur verið samþykkt að stjórn húsfélags eða húsfélagsþjónusta haldi utan um leyfi til lyklasmíði. Í þeim fjölbýlishúsum þurfa eigendur að snúa sér fyrst til húsfélags eða húsfélagsþjónstu og óska eftir leyfi fyrir lyklasmíði, sem oftast er síðan sent til okkar að leyfi fengnu. Húsfélög halda íbúum upplýstum um þessa tilhögun.

Umboð vegna lyklasmíði

Ef einstaklingur sem þarf að fá smíðaða aukalykla er ekki skráður eigandi, þá þarf viðkomandi að fá umboð frá eiganda íbúðar. Í boði eru tvær leiðir:

  • Umboð sem útfyllt er og undirritað af eiganda, og gefur leyfi fyrir smíði á ákveðnum fjölda lykla (tilgreint á umboði) og hefur ákveðinn gildistíma (tilgreint á umboði). Umboðsformið er hægt að sækja til okkar í Skútuvog 10 E eða hlaða því niður hérna og fylla í eyðurnar,  prenta út og undirrita: Umboð vegna lyklasmíði

 

  • Öryggiseyðublað sem fyllt er út af eiganda, og gefur einstakling/einstaklingum umboð til smíði á lyklum að viðkomandi eign óháð fjölda svo lengi sem skráður eigandi er sá sami og gaf út umboðið eða þar til að skráður eigandi afturkallar leyfið.  Öryggiseyðublaðið er hægt að sækja til okkar í Skútuvog 10 E eða hlaða því niður hérna og fylla í eyðurnar,  prenta út og undirrita: Öryggisblað vegna lyklasmíði

Útgefendur umboðs og öryggisblaða og þeir aðilar sem tilnefndir eru á þessum umboðum/öryggisblöðum verða að samþykkja að þessi gögn séu geymd hjá K. Þorsteinssyni & Co. á meðan lyklakerfi eru virk, svo hægt sé að rekja afhendingar lykla á líftíma kerfisins.

 

Hvernig er staðið að því að fá aukalykla fyrir kortakerfi
(einbýlishús eða samræmdir læsingasylindrar)

Í þeim tilfellum sem MUL-T-LOCK sylindrar/lyklar eru gerðir fyrir einbýlishús eða fyrir fjölskyldueignir (t.d. sumarhús) þar sem allir sylindrar og lyklar eru eins, þá er í langflestum tilfellum smíðað án kerfis en eftir kóða sem er geymdur á plastkorti (kreditkortastærð) með segulrönd. Handhafi kortsins getur á öllum tímum og án sérstaks leyfis komið með kortið til okkar til að fá smíðaða lykla og sylindra eftir kóða sem er geymdur á segulrönd kortsins. Ekki er skráður ábyrgðamaður, eigandi eða heimilsfang fyrir slíkar læsingar, heldur ræður það ferðinni að sá sem hefur kortið undir höndum stjórnar því hvað og hvenær er smíðað. Ekki er hægt að rekja hversu margir lyklar hafa verið smíðaðir fyrir slík kerfi. Að sama skapi er ekki hægt að þjónusta sylindra eða smíða lykla nema kortinu sé komið til okkar. Ef kort týnist þá þarf að endurpinna sylindra og smíða lykla samkvæmt uppskrfft á nýju korti. Sylindrar eru þó endurnýttir en skipta þarf um pinna í þeim til að breyta læsingu þeirra.

KC5 lyklaskurðavél

K. Þorsteinsson & Co. er með tölvustýrða lyklaskurðarvél af nýjustu gerð frá MUL-T-LOCK®. Þessi vél er afar nákvæm, sem er nauðsynlegt til að lyklar og læsingar vinni saman á sem mýkstan og þæginlegasta hátt fyrir notandann. Við gerð stærri höfuðlyklakerfa er notað útreikniforrit frá MUL-T-LOCK® sem skilar uppsetningum fyrir læsingaskrár og lyklalista í samræmi. Í höfuðlyklakerfum er öll lyklasmíði skráð svo hægt sé að fylgjast með fjölda lykla sem eru í umferð.