MUL-T-LOCK logo

MUL-T-LOCK® MT5® & MT5®+

lyklakerfi fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir

MUL-T-LOCK® hefur framleitt til margra ára MT5 og núna MT5+ mekanísk lyklakerfi. Þessi kerfi eru sérlega örugg vegna hreyfanlegra fjaðra í lykil, sem MUL-T-LOCK hefur einkaleyfi á og nánast ómögulegt er að herma eftir. Í leggnum á lyklunum er þessi fjöður staðsett og læsing opnast einunigs með því að þessi fjöður þrýsti á ákveðið svæði í læsingu af hárréttu afli. Þessi hreyfanleiki kemur í veg fyrir að hægt sé að taka mót af lykli og smíða úr steypuefnum. MT5 og MT5+ eru því frábær kerfi sem gefa enn meira öryggi en hefðbundin lyklakerfi. Einungis er hægt að fá lykla smíðaða hjá viðurkenndum aðilum og einungis er hægt að smíða þá eftir kerfiskóða úr útreikuðum lyklakerfum eða með því að framvísa kerfiskorti með segulrönd sem eigandi hýbýlis fær afhent við kaup á lyklakerfi.

Mörg einkaheimili þurfa ekki flókin lyklakerfi, en þess í stað þurfa þau hugsanlega nokkra lykla og tvær eða fleiri læsingar fyrir sömu gerð ef lykli. Útidyrahurð, bílskúr og hugsanlega fleiri hurðir eða hengilásar sem nota þarf við heimili geta verið fyrir sama lykilinn. Í einföldustu mynd er hægt að fá læsingu ásamt 3 lyklum og öryggiskort fyrir heimili. Handhafi öryggiskortsins getur síðan látið smíða fleiri lykla eða læsingar samkvæmt uppskrift sem kemur fram á kortinu, en aðrir ekki.

Í fjölbýlishúsum eða fyrirtækjum getur hins vegar þurft að skipleggja og reikna út lyklakerfi þar sem að hver lykilgerð hefur ákveðið hlutverk í heildarmyndinni. Lykill fyrir ákveðna íbúð í fjölbýlishúsi má að sjálfsögðu ekki ganga að annarri íbúð, en þarf enga að síður að passa fyrir geymslu og hugsanlega póstkassa viðkomandi íbúðar. Á sama tíma þarf lykillinn að ganga að öllum sameiginlegum svæðum stigagangs í fjölbýlishúsi, og jafnvel sameiginlegum svæðum fleiri stigaganga vegna bílageymslu eða annarra sameiginlegra svæða margra stigaganga. Þetta er einfalt að gera með reikniforriti MUL-T-LOCK™ og starfsmenn okkar smíða einföld og flókin lyklakerfi út frá slíkum útreikningi.

MT5+® bæklingur

Hér að neðan er að finna nokkur dæmi um læsingar sem hægt er að fá fyrir MT5 og MT5+kerfin og því hægt að búa til heildstæða lausn fyrir margar gerðir af læsingum, til að mæta kröfum heimila og vinnustaða.