Estwing

Síðan árið 1923 hefur fjölskyldufyrirtækið Estwing í Illinois framleitt hamra, sleggjur, axir og rofjárn í hæðsta gæðaflokki. Estwing hamrarnir hafa í áratugi verið í uppáhaldi íslenskra smiða. Fyrir utan hina hefðbundnu klaufhamra þá framleiðir Estwing fjölda gerða af ýmiskonar sérhæfðum hömrum og sleggjum. Þar með má telja jarðfræðihamra, múrhamra, suðuhamra, kúluhamra og þar fram eftir götunum. Rofjárn og kúbein eru einnig framleidd af Estwing. Rofjárnin hafa verið mjög vinsæl hjá íslenskum iðnaðarmönnum. Heimasíða Estwing er: www.estwing.com.